Allt það sem
er að gerast um
verslunarmannahelgina
4 ágúst - 7 ágúst 2017.

Um Síldarævintýrið

Þegar Siglufjörður var síldahöfuðstaður heimsins unnu þúsundir verkamanna og kvenna við síldina og nokkurs konar gullgrafarastemming var ríkjandi 
Íbúafjöldinn var eins og í stórborg, allstaðar líf og fjör. Þessa stemmingu er ætlunin að reyna að endurskapa með virkri þátttöku heimamanna og gesta. 
Á Siglufirði eru frábær tjaldstæði í hjarta bæjarins og við Stóra-Bola, gistingu er einnig hægt að fá innan dyra á gistiheimilinu Hvanneyri, Hótel Siglunesi og á gistiheimilinu Herring House. Sundlaugarnar verða opnar daglega bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, og verslanir hafa rúman opnunartíma.  Góður golfvöllur er til staðar og skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi í næsta nágrenni og hægt verður að aka yfir hið stórfenglega Siglufjarðarskarð. 

Löggæsla á hátíðinni verður ströng og munu lögregla og björgunarsveitir vera til taks allan sólarhringinn en einnig er mjög góð heilsugæsla í bænum sem verður í viðbragðsstöðu alla helgina.