Allt það sem
er að gerast um
verslunarmannahelgina
4 ágúst - 7 ágúst 2017.

Dagskrá

Dagskrá Sumarleikanna 2017

 Fimmtudagur


Miðbær Akureyrar:
Tívolí
Tívolí á planinu við Skipagötu opið til kl. 24:00.  Flott leiktæki.
Miðnæturopnun Glerártorgs
Fram koma: 
DJ Jakob Möller 
Aron Brink 
Dansatriði frá Steps Dancecenter 
Erna Hrönn
Rúnar Eff og Magni 
Græni hatturinn: Hvanndalsbræður 
Eftir miðnætti
Cafe Amour: Friðrik Halldór Trúbbar
Opið til kl. 02:00

Föstudagur

Glerártorg
Atlantsolíudagurinn á Glerártorgi
13:00 - 17.00 Atlantsolíudagurinn á Glerártorgi
Boðið verður upp á nýbakaða skúffuköku, ilmandi heitt kakó og kaffi fyrir gesti og gangandi.
Sértilboð á eldsneyti bæði á Glerártorgi og í Baldursnesi í boði fyrir dælulykilshafa frá miðnætti til miðnættis.
Leikjaland á Glerártorgi
13:00 – 18:00 Glerártorg ætlar að bjóða öllum sem vilja að spreyta sig á leikjum eins og parís, húlla með húllahringjum, sippa, fara í snú-snú, myllu og jöfnuspil. Risa skákborð og hoppukastalar verða líka í boði. Nú er um að gera að skella sér á Glerártorg og leika sér, jafnt börn sem fullorðnir.

Lystigarður
18:00 Ljóti Andarunginn
Sumarið 2017 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um ljóta andarungan.

Akureyrarkirkja
20:00 Óskalagatónleikar
Enn eina ferðina ætla Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að syngja og spila óskalög tónleikagesta í Akureyrarkirkju.
Þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi í mörg ár við frábærar undirtektir bæjarbúa.
Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum.
Miðasala er við innganginn og húsið opnar kl. 19.
Gott getur verið að vera tímanlega því yfirleitt komast færri að en vilja. Tónleikar hefjast kl. 20:00

Kirkjutröppur
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup í boði Hótel Kea og Hamborgarafabrikkunnar
Keppt verður í fjórum aldursflokkum og fá fyrirtæki og félagasamtök einnig að taka þátt. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri. Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning. Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur.
Frekari upplýsingar má sjá undir síðunni "Árlegir viðburðir" eða með því að smella hér.

Sundlaug Akureyrar 
19:00 Aqua Zumba með Þórunni Kristínu í Sundlaug Akureyrar

Tían Mótorhjólaklúbbur Akureyrar.
20:00 HÓPKEYRSLA TÍUNNAR
Hópkeyrsla verður um verslunarmannahelgina. Tían hittist á Ráðhústorgi og tekur góðan hring um bæinn og endar á að raða hjólunum í göngugötunni

Miðbærinn
20:00 - 22:00 Föstudagsfílingur í miðbænum í boði Bautans
Fram koma:
Páll Óskar - Killer Queen - Gísli Björgvinsson 
Birkir Blær - Elisa Erlends - KÁ-AKÁ og Hljómsveitin Volta

Tívolí
Tívolí á planinu við Skipagötu er opið til kl. 24:00. Flott leiktæki.
Boltafjör
Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg.

Hof
Klessuboltar á grasflötinni við Hof.

Græni hatturinn: Killer Queen

Eftir miðnætti
Sjallinn: Páll Óskar. Opið til kl. 05:00. Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Stuð af hjartans einlægni.
Kaffi Amour: Dj Sveinbjörn
Pósthúsbarinn: Yngvi Eysteins 

Laugardagur

Ráðhústorg
Gengið af göflunum - Gengið til góðs
10:00 - 18:00 Góðgerðarganga starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar
Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar ganga Eyjafjarðarhringinn (Ráðhústorgið á Akureyri, Laugarland, Ráðhústorgið á Akureyri) í fullum reykköfunarklæðum og með allann reykköfunarbúnaðinn á okkur. 
Markmiðið er að safna peningum með áheitum fyrir Hollvini SAk.
allar frekari upplýsingar hér Gengið af göflunum - Gengið til góðs

ÁTAK UM VERSLÓ
9:30 – 11:30 Átak v. Skólastíg HOP ON/OFF spinning
Kennarar verða 120 minútur á hjólunum !!!
Vilt þú hjóla í 15 min – 60 min – 75 min??? Öllum velkomið að hjóla með eins lengi og hentar.
Hoppaðu á og af hjólinu meðan hjól er laust 
11:30 Átak v. Strandgötu Zumba Party
Hörku púl og megafjör í Zumbapartý. Hjónin Thea og Jói dans stjórna stuðinu.
12:00 Átak Yndislegt YOGA í heita salnum í Skólastíg.Kennari: Árný

Ráðhústorg
12:00 – 17:00 Markaður laugardag og sunnudag. Hefur þú eitthvað að selja?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi. 
Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni,
búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér
dettur í hug! 
Hafðu samband við Valdísi í netfangið vlt@visir.is eða í síma 462 7618 og bókaðu þitt pláss 

Miðbær tónleikasvið 
14:00 - 16:00 Hátíðardagskrá í miðbænum - Börnin í bæinn í boði Greifans
Fram koma 
Voice Stjörnurnar Eiríkur Hafdal & Steini Bjarka
Danssýning frá Steps Dancecenter 
Greta Salóme 
Vísinda Villi 
Zumba partý með Jóa dans
Allir krakkar fá mynd af sér með stjörnunum strax eftir sýningu

Lystigarður
16:00 - 18:00 Mömmur og möffins verður nú haldið á nýjan leik.
Við hvetjum alla til að baka möffins og koma með til okkar, en hægt er að koma með möffins frá kl 15. Frá kl 16 er svo hægt að kaupa dýrindis möffins, kaffi og svala og öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri.
Fæðingardeildin er að safna fyrir nýjum hjartsláttarmónitor og vonumst við til að mömmur og möffins muni vega þungt í söfnuninni.
Við þiggjum alls konar möffins og þeir sem eru svo hugulsamir að baka fyrir þá sem eru með ofnæmi, væri gott að merkja sérstaklega.
Friðjón Ingi Jóhannsson úr Danshljómsveit Friðjóns, mun sjá til þess að við hlustum á ljúfan tónlist meðan við gæðum okkur á möffins og meððí!
Tökum með okkur teppi, góða skapið og pening, því enginn er posinn!

Glerártorg
Leikjaland
13:00 – 17:00 Glerártorg ætlar að bjóða öllum sem vilja að spreyta sig á leikjum eins og parís, húlla með húllahringjum, sippa, fara í snú-snú, myllu og jöfnuspil. Risa skákbororð og hoppukastalar verða líka í boði. Nú er um að gera að skella sér á Glerártorg og leika sér, jafnt börn sem fullorðnir.
Símabíllinn
13:00 - 17:00 Símabíllinn verður á Glerártorgi
Boðið verður uppá frítt pepsi/pepsi max og snakk fyrir viðstadda, lukkuhjól með allskonar vinningum og kareoki söngleik inní Símabílnum. 
16:30 Júdósýning Draupnis
Stelpur úr Júdódeild Draupnis sýna allskyns brögð og leyfa krökkum að spreyta sig eftir sýningu.
17:00 - 17:30 - Voice stjörnurnar Eiríkur Hafdal og Steini Bjarka stíga á stokk

Miðbær Tónleikasvið 
21:00 - 23:00 Hátíðardagskrá í Miðbænum í boði Kung Fu & 1862
Fram koma 
Marína & Mikael
Voice stjörnurnar Eiríkur Hafdal & Steini Bjarka 
Silvía Erla 
Greta Salóme
KK Band
Aron Can
Menningarhúsið Hof
22:00 - 02:00 Hið árlega Dynheimaball N3 plötusnúða verður haldið í Menningarhúsinu Hofi. Í ár verður ballið í sparigallanum og því er um að gera að skella sér í betri fötin og dansa við gamla slagara. 30 ára aldurstakmark.

Íþróttamót og keppnir
Íslandsmótið í Fjallabruni í boði Sportver 
(Downhill) kl. 17:00 í Hlíðarfjalli
Fjallabrunsmót þar sem allir bestu fjallabrunarar landsins koma saman og láta sig flakka niður braut sem er undir skíðalyftunni í Hlíðarfjalli. Stórir stökkpallar og mikill hraði. Skráning á vef Hjólreiðasambands Íslands

Önnur afþreying
Tivolí 
Tívolí við Skipagötu er opið til kl. 24:00
Boltafjör
Boltafjör við Ráðhústorg
Hof
Klessuboltar á grasflötinni við Hof
Græni hatturinn: KK band

Eftir miðnætti
Sjallinn: Aron Can, Sylvia Erla, Egill Spegill, GB 9 og DJ Jakob Möller
Kaffi Amour: DJ Elmar 
Pósthúsbarinn: Yngvi Eysteins

Sunnudagur

Íþróttamót og keppnir
14:00 Upphill götuhjólakeppni upp Listagilið í boði Floridana og Sportver 
Skráning á vef Hjólreiðafélags Akureyrar
15:30 Townhill kirkjutröppubrun á fjallahjólum í boði Floridana og Sportver
Skráning á vef Hjólreiðafélags Akureyrar

Ráðhústorg
12:00 – 17:00 Markaður - hefur þú eitthvað að selja?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi
Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni,
búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér
dettur í hug! 
Hafðu samband við Valdísi í netfangið vlt@visir.is eða í síma 462 7618 og bókaðu þitt pláss. 

Glerártorg
14:00 - 16:00 Hæfileikakeppni unga fólksins 
Ef þú er með einhverja hæfileika og ert 16 ára eða yngri þá er um að gera að skrá sig og taka þátt; söngur, dans, töfrabrögð, jójó eða hvað sem er!
Flott verðlaun í boði og einnig fær sigurvegarinn að taka þátt og sýna atriðið á sparitónleikunum Einnar með öllu um kvöldið. Sendið upplýsingar um ykkur  á netfangið sindrinns96@gmail.com. Nú þegar er búið að opna fyrir skráningar.

Önnur afþreying
TÍvolí
Tívolí á planinu við Skipagötu er opið til kl. 24:00
Boltafjör
Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg
Hof
Klessuboltar á grasflötinni við Hof

Leikhúsflötin
Kl. 21:00-24:00
SPARITÓNLEIKAR á Samkomuhúsflötinni í boði  Pepsi MAX
Fólk er hvatt til að taka með sér teppi og jafnvel stóla. Tökum lagið ásamt næsta manni, röltum um og ræðum við gesti og gangandi. Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt.
Eikarbáturinn Húni II og hvalaskoðunarbátarnir frá Ambassador, Eldingu og Keli Sea Tours taka virkan þátt þetta kvöld ásamt smábátaeigendum og kveikja á rauðum blysum til að skapa skemmtilega stemningu á pollinum   
Kynnir: Hilda Jana
Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar flytur ávarp.
Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið og götuna.
Sigurvegari úr hæfileikakeppni unga fólksins sýnir atriðið sitt.

Fram koma 
Eiríkur Hafdal & Steini Bjarka stjórna brekkusöng 
KÁ - AKÁ
Aron Hannes 
200.000 Naglbítar 
Rúnar Eff og hljómsveit
Úlfur Úlfur 
Við endum svo dagskránna á glæsilegri flugeldasýningu
Græni hatturinn: 200.000 naglbítar 

Eftir miðnætti
Sjallinn: Úlfur Úlfur, KÁ-AKÁ, Alexander Jarl, Our Psych
Kaffi Amour: Skemmtanalíf Akureyrar
Pósthúsbarinn:  DJ Elmar