Allt það sem
er að gerast um
verslunarmannahelgina
4 ágúst - 7 ágúst 2017.

Dagskrá

Fimmtudagur

Miðbær Akureyrar:
Skemmtun fyrir alla fimmtudag til sunnudags. Opið til kl. 24:00
Tívolí á planinu við Skipagötu.  Flott leiktæki og frábær fjölskyldutilboð.
Klessuboltar á flötinni við Hof.
Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg.
Hoppukastalar við Ráðhústorg.

Græni hatturinn 
Dúndurfréttir kl. 22:00 Einhver magnaðasta tónleikasveit landsins. Hér taka þeir fyrir öll bestu bönd klassísku rokksenunnar og rúlla þeim upp eins og enginn sé morgundagurinn. Bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple, Pink Floyd, Uriah Heep, Kansas ofl. 
Ekki missa af þessu því þetta er alltaf jafn geggjað.

Eftir miðnætti
Kaffi Akureyri  Opið til kl. 02:00
Cafe Amour Opið til kl. 02:00
Götubarinn Opið til kl. 02:00

----------

Föstudagur

Glerártorg
13:00 - 17.00 Atlantsolíudagurinn á Glerártorgi
Boðið er upp á "Eina með öllu" og Coke í bauk fyrir gesti og gangandi.
Sértilboð á eldsneyti bæði á Glerártorgi og Baldursnesi í boði fyrir dælulykilshafa frá miðnætti til miðnættis.
18:00   Söngatriðið frá Dansstúdío Alice

Hamrar
14:00 - 18:00 Leikir á tjaldsvæðinu Hömrum
Minigolf, frisbigolf, risafótboltaspil og fl.

Akureyrarkirkja
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup og Leikhópurinn Lotta í boði Hótel Kea og Hamborgarafabrikkunnar
Keppt verður í fjórum aldursflokkum og fá fyrirtæki og félagasamtök einnig að taka þátt. Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri.  Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning. Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur.
Frekari upplýsingar má sjá undir síðunni Árlegir viðburðir eða með því að smella hér.
16:00 Leikhópurinn Lotta verður fyrir utan Hótel Kea og hitar kröftuglega upp fyrir Kirkjutröppuhlaupið.

Lystigarður
18:00 

Litaland

Sumarið 2016 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um Litaland.

Það er hún Anna Bergljót Thorarensen sem skrifar verkið eins og síðustu ár. Tónlistin er samin af þeim Baldri Ragnarssyni, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Það er Ljóti hálfvitinn Sævar Sigurgeirsson sem semur söngtextana fyrir utan einn sem Baldur samdi. Þau Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hanna leikmyndina og Kristina Berman hannar og býr til búningana. Ljósmyndir voru teknar af henni Ragnheiði Arngrímsdóttur. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum okkar honum Stefáni Benedikt Vilhelmssyni en vinir Ævintýraskógarins þekkja hann sennilega best undir nafninu Hrói höttur :)

www.leikhopurinnlotta.is

Ráðhústorg
Hátíðardagskrá á Ráðhústorg í boði N4 kl.20:00-24:00

Miðbær Akureyrar 
Skemmtun fyrir alla fimmtudag til sunnudags. Opið til kl. 24:00.

Tívolí á planinu við Skipagötu.  Flott leiktæki og frábær fjölskyldutilboð.

Klessuboltar á flötinni við Hof.

Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg.

Hoppukastalar við Ráðhústorg.

Græni hatturinn 

Eftir miðnætti

Kaffi Amour: Opið til kl. 05:00
Pósthúsbarinn: Opið til kl. 05:00
Götubarinn opið til kl. 05:00

80´s og 90´s Dynheimaball.
Eftir langa bið er komið að því að Dynheimaballið ná til breiðari aldurshóps því nú verður haldið Dynheimaball fyrir þá sem stunduðu staðinn til lokunar 1995.
Einnig fyrir alla þá sem sóttu skemmtistaði bæjarins 1929 og Sjallann og hlustuðu á þá gæða tónlist sem spiluð var á
þessum tíma.
Plötusnúðar kvöldsins eru þeir hinir sömu og spiluðu fyrir fullu húsi í bænum á þeim tíma, Dabbi Rún og Siggi Rún en þeir spiluðu líklega á öllum stöðum bæjarins á 90’s tímabilinu. Opið til kl 04:00. Aldurstakmark er 25 ára. Forsala miða er í verslun Vodafone á Glerártorgi.

----------

Laugardagur

Hamrar
10:30-13:30 Vatnasafarí að Hömrum
Vatnaleikir við leikjatjörnina að Hömrum. Skemmtileg þrautabraut fyrir börn. Varúð: Hætt við sullumbulli!

Ráðhústorg
Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi kl. 14:00-18:00 - Börnin í bæinn í boði Greifans

Páll Óskar
-Páll Óskar býður gestum hátíðarinnar upp á myndatöku með sér að loknum tónleikum.

Lystigarðurinn
14:00-16:00  Mömmur og möffins í Lystigarðinum á Akureyri
Viðburðurinn Mömmur og möffins hefur fest sig í sessi enda einstaklega fallegur, litríkur og gefandi. Mömmur og Möffins er hópur af áhugasömum konum á öllum aldri, sem finnst gaman að baka möffins, skreyta möffins, borða möffins og selja möffins. Að þessu sinni er það lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri sem fær að njóta afrakstursins.  Við hvetjum alla áhugasama bakara til þátttöku og er tekið á móti möffinskökunum klukkan 13 laugardaginn 1.ágúst. Hemmi Ara og félagar leika ljúfa tóna sem henta tilefninu og kynnir er Hulda Sif Hermannsdóttir. 
Komdu og hafðu það notalegt, kaffi á brúsa og lautarteppi í hönd já og nota bene reiðufé, það er enginn posi á staðnum! 
Með því að smella hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn.

Iðnaðarsafn
11:00-13:00 Sögugöngur Iðnaðarsafnins um verksmiðjusvæðið Gleráreyrum.Tvær sögugöngur með leiðsögn í boði Iðnaðarsafnsins 
Kl. 11.00 Söguganga um gamla verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum. Létt ganga, um 800 metra löng, innan við klukkustunda gangur.
Kl. 13.00 Upp og niður með Glerá og verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum.
Báðar göngurnar byrja hjá dekkjaverkstæðinu Höldi.
Í tilefni Einnar með öllu er 50 % afsláttur að aðgangseyri á Iðnaðarsafnið alla helgina.

Glerártorg
Hamrar
14:00 - 18:00 Leikir á tjaldsvæðinu Hömrum
Minigolf, frisbigolf, risafótboltaspil

Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi í boði Kung Fu og T Bone Steakhouse kl. 20:00-24:00

Páll Óskar 

Miðbær Akureyrar 
Skemmtun fyrir alla fimmtudag til sunnudags. Opið til kl. 24:00
Tívolí við Skipagötu.  Flott leiktæki og frábær fjölskyldutilboð
Klessuboltar við Hof
Boltafjör við Ráðhústorg
Hoppukastalar við Ráðhústorg
Græni hatturinn 

Eftir miðnætti

Dynheimaball
Hið eina sanna Dynheimaball um verslunarmannahelgina á Akureyri er viðburður sem enginn á aldrinum 35 ára og eldri lætur framhjá sér fara. Plötusnúðarnir Dabbi Rún, Siggi Rún, Pétur Guð ásamt Þórhalli í Pedro sjá um að sjóða saman bestu tónlistina frá 70´s og 80´s tímabilinu eins og þeim einum er lagið.  Leggðu frá þér útsauminn, ættfræðiritið og veðurspána. Á þessu kvöldi verðum við öll ung á ný og skemmtum okkur eins og alltaf frábærlega í viðurvist æskufélaga og skólasystkina.
Mættu í þínu besta pússi til að líta vel út í myndatökunni :-) Opið til kl. 04:00 Aldurstakmark 35 ára. Forsala í verslun Vodafone á Glerártorgi.

Sjallinn:  Opið til kl 05:00.
Páll Óskar.
Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Stuð af hjartans einlægni.

Kaffi Amour:  Opið til kl. 05:00.
Pósthúsbarinn: Opnar á miðnætti og opið til kl. 05:00.
Götubarinn opið til kl. 05:00

----------

Sunnudagur

Hamrar
10.30-13.30 Hamrar: Vatnasafarí og vatnaleikir við leikjatjörnina. Sprell og sull við tjaldstæðið á Hömrum.

Ráðhústorg
12:00 – 17:00 Markaður Hefur þú eitthvað að selja?
Markaðsstemning á Ráðhústorgi. 
Handverk, listmunir, nýjar vörur, eitthvað úr geymslunni,
búsáhöld, leikföng, skór, fatnaður eða bara það sem þér
dettur í hug! 
Hafðu samband við Lindu Rós og bókaðu þitt pláss 
lindaros@vidburdastofa.is

Glerártorg
15:00 Söngkeppni unga fólksins: 
HBI Vocalist Söngskóli í samstarfi við Egils Appelsín standa fyrir Söngkeppni unga fólksins. Heimir Ingimars sér um keppnina og mætir með gítarinn. Keppt verður í tveimur flokkum, 6-11 ára og 12-15 ára. Skráning í netfangið heimir@hbivocalist.org.
Sigurvegararnir fá að syngja á Sparitónleikum Einnar með öllu á sunnudagskvöldinu og upptökutíma í hljóðveri. Dómarar verða Sigga Beinteins og María Björk úr Söngskóla Maríu og Marínu Ósk Þórólfsdóttur.  
Meira um viðburðinn má sjá undir árlegum viðburðum með því að smella hér.
17:00 Söngvaborg. Sigga Beinteins og María Björk skemmta krökkunum með söng og gleði.

Eikarbáturinn Húni II
17:00  Eikarbáturinn Húni II siglir um Pollinn frá Torfunefsbryggju og er siglingin í boði Akureyrarstofu. Skemmtileg sigling þar sem farþegar upplifa m.a. Akureyri,  Vaðlaheiðina og Kaldbak frá sjó.

Hamrar
18:00-21:00 Hamrar. Ævintýraland. Hoppukastalar, hjólabílar, bátar, ratleikur, minigolf, frisbigolf og risafótboltaspil. Dagskráin er ætluð öllum. Hægt er að kaupa aðgangskort á kr. 500 hjá tjaldvörðum.

Leikhúsflötin
Kl. 21:00-24:00
SPARITÓNLEIK Einnar með öllu á Samkomuhúsflötinni í boði Goða, Kók og KEA
Fólk er hvatt til að taka með sér teppi og jafnvel stóla. Tökum lagið ásamt næsta manni, röltum um og ræðum við gesti og gangandi. Eftirminnilegir tónleikar þar sem hjörtun slá í takt.
Eikarbáturinn Húni II og hvalaskoðunarbáturinn Ambassador taka virkan þátt þetta kvöld ásamt smábátaeigendum og kveikja á rauðum blysum til að skapa skemmtilega stemningu á Pollinum.

Að Sparitónleikum loknum:  Stórflugeldasýning frá Björgunarsveitinni Súlum

Miðbær Akureyrar 
Skemmtun fyrir alla fimmtudag til sunnudags. Opið til kl. 24:00
Tívolí á planinu við Skipagötu.  Flott leiktæki og frábær fjölskyldutilboð.
Klessuboltar á flötinni við Hof.
Boltafjör með vatnakúlum við Ráðhústorg.
Hoppukastalar við Ráðhústorg.
Græni hatturinn 

Eftir miðnætti

Sjallinn: . Opnar á miðnætti, opið til kl 04:00. 
18 ára aldurstakmark
 
Kaffi Amour: Opið til kl. 04:00
Pósthúsbarinn:  Opið til kl. 04:00
Götubarinn: Opið til kl. 04:00