Allt það sem
er að gerast um
verslunarmannahelgina
4 ágúst - 7 ágúst 2017.

Dagskrá

Dagskráin á Flúðum um verslunarmannahelgina 2017.

Fimmtudagur 3. ágúst
- Stórtónleikar með Todmobile í Félagsheimilinu á Flúðum.
Einstakur viðburður á Suðurlandi, Todmobile koma fram á tónleikum sem eiga sér enga hliðstæðu. Stóru flugeldarnir verða dregnir fram því að með Þorvaldi og Andreu koma fram Eyþór Ingi, Gréta Salome og Alma Rut og auðvitað strákarnir Kjartan á hljómborð, Eiður á Bassann og Óli á trommur eins og vant er. 
Miðaverð er aðeins 3.500,- og verður forsala miða í félagsheimilinu á Flúðum milli 17:00 og 19:00 á miðvikudeginum 2. ágúst. Aldurstakmark er 18 ár en allir yngri en það velkomnir í fylgd foreldra eða forráðamanna
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en húsið og miðasala hefst klukkan 20:00. Láttu þessa tónleika ekki framhjá þér fara.

Föstudagur 4. ágúst
- PubQuiz með Leif Viðars í Félagsheimilinu á Flúðum

Eins og undanfarin ár mun Leifur Viðars vippa sér í PupQuiz um allt og ekkert. Þarna er frábær vettvangur fyrir Trivial snillinga að láta ljós sitt skína. Og einnig frábær upphitun fyrir grillið eftir Quiz. Glæsilegir vinningar frá Víking Brugghúsi og auðvitað fær sigurliðið bikar og medalíur. Ótrúlega skemmtilegur viðburður til að koma okkur í stuð fyrir kvöldið og alla helgina.
Húsið og barinn opnar klukkan 16:00 og hefst PubQuiz á slaginu 17:00. Aðgangur ókeypis og 2-4 saman í liði.

- Pétur Jóhann ,,Óheflaður" í Félagsheimilinu á Flúðum

Pétur Jóhann Sigfússon mun troða upp með hina einu og sönnu og óviðjafnanlegu og umtöluðu sýningu Pétur Jóhann Óheflaður. Glænýtt efni í bland það besta frá Ziggfössss síðustu ár.
Tong, Gunnþór, kötturinn og mögulega svínamaðurinn gætu sett svip sinn á kvöldið.
Miðaverð er aðeins 3.500,- og verður forsala miða í félagsheimilinu á Flúðum milli 17:00 og 19:00 á miðvikudeginum 2. ágúst. Aldurstakmark er 18 ár en allir yngri en það velkomnir í fylgd foreldra eða forráðamanna. 
Húsið, barinn og miðasala hefst klukkan 20:00 og Pétur stígur á svið klukkan 21:00.

Hér eru nánari upplýsingar - Pétur Jóhann á Flúðum

- Dansleikur með Stuðlabandinu í Félagsheimilinu á Flúðum

Stuðlabandið er sennilega með duglegri hljómsveitum Íslands, og eru sannarlega bestir á balli. Stanslaus keyrsla frá upphafi til enda.
Miðaverð er aðeins 3.000,- Húsið og miðasala opnar 23:00


Laugardagur 5. ágúst
- Barna- & Fjölskylduhátíð í Lækjargarðinum á Flúðum

Skrautfjöður hátíðarhaldanna á Flúðum um Verslunarmannahelgina. Í fyrra voru u.þ.b. 12.000 manns á svæðinu á laugardeginum. Markaðsstemming, Svali í boði CCEP, Íþróttanammi (grænmeti) frá Íslenskum grænmetisbændum í boði fyrir alla, andlitsmálun, candyfloss og fleira og fleira.
Karitas Harpa kemur fram & Bíbí og Björgvin Franz syngja töfrandi lög ævintýranna.
Sprell leiktæki, Loftboltar, kaffivagninn og veitingar. Allskyns skemmtilegir viðburðir í boði víða á Flúðum
Markaðir opna klukkan 13:00 og Karitas Harpa & Björgvin Franz koma fram í kringum 13:30. Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.

- FirmaTog yfir Litlu-Laxá

Fyrirtæki á svæðinu etja kappi við íbúa, aðflutta og gesti í reipitogi yfir Litlu-Laxá. Frábær skemmtun fyrir alla, hvað er skemmtilegra en að sjá keppendur draga hverja aðra út í á. Einnig verður slá yfir ánni fyrir keppni í koddaslag, allir velkomnir til að taka þátt.
Keppni hefst uppúr klukkan 15:00. Glæsileg verðlaun.

-Allir heim eða uppá tjaldsvæði að grilla og hita upp-

- Skemmtikvöld með Eyþóri Inga í Félagsheimilinu á Flúðum

Eyþór Ingi hefur verið á ferðinni um landið með sýningu sem hefur verið að fá stórkostlega dóma. Eyþór sýnir allar sínar bestu hliðar með tónlist, eftirhermum og gríni. Þetta er skemmtikvöld sem öll fjölskyldan getur notið saman. Þú munt gráta af gleði.
Miðaverð aðeins 3.000,- Húsið, barinn og miðasala hefst klukkan 20:00 og Eyþór Ingi stígur á svið klukkan 21:00.

- Stórdansleikur með Skítamóral í Félagsheimilinu á Flúðum

Sannarlega hefur engin hljómsveit á Íslandi haldið jafn mörg goðsagnarkennd böll og Skítamórall. Núna er komið að okkur á Flúðir um Versló að fá að hrissta okkur ærlega. Verður Addi með mexico hattinn? Verður Hanni aflitaður? VERÐA ÞEIR Í BUFFALÓ? Svörin við öllum þessum spurningum og miklu fleirum fást á balli með Skímó á laugardagskvöldinu.
Miðaverð er aðeins 3.000,- Húsið, barinn og miðasala opnar klukkan 23:00. 


Sunnudagur 6. ágúst
- Leikhópurinn Lotta í Lækjargarðinum á Flúðum

Leikhópurinn Lotta er á ferð um landið með nýja sýningu um Ljóta andarungann, í bland við Öskubusku, Prinsessuna á bauninni og fleiri klassískar sýningar. Frábær sýning sem verður sennilega aðeins betri í Lækjargarðinum á Flúðum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.leikhopurinnlotta.is/ 
Sýningin hefst stundvíslega klukkan 13:00 og hvetjum við alla til að mæta tímanlega til að tryggja sér miða.

- Furðubátakeppnin á Litlu-Laxá 

Að sjálfsögðu verður einn af vinsælustu viðburðum hátíðarhalda á Flúðum í gegnum árin á sínum stað um Verslunarmannahelgina. Ungir sem aldnir leggja nú nótt við dag í bátasmíði. Margir furðulegir bátar hafa keppt í gegnum árin og verða keppendur sannarlega að hafa sig alla við í ár til að toppa. Glæsilegir vinningar í boði, furðulegasti báturinn, besti, hraðskreiðasti og það er komin töluverð keppni í riðil eldri keppenda.
Keppnin hefst á slaginu 15:00

- Brenna & Brekkusöngur í Torfdal á Flúðum

Við komum öll saman í brekkunni í Torfdal og syngjum saman við varðeldinn. Frábær aðstaða fyrir alla fjölskylduna.
Hreimur og Magni spila og stýra söngnum og hita vel upp fyrir stórhátíðardansleikinn í Félagsheimilinu um kvöldið. Gæti þetta verið betra? Kveikt verður upp klukkan 21:00.

- Stórhátíðardansleikur með Á Móti Sól og Made In Sveitin í 
Félagsheimilinu á Flúðum.

Það eru engar smá kanónur sem slútta skemmtanahaldi á Flúðum um Versló 2017. Made In Sveitin og Á Móti Sól koma saman til að halda ball sem verður væntanlega talað um í sögubókum næstu aldirnar. Alls ekki, fyrir alla muni, missa af þessu kvöldi!!
Miðaverð aðeins 3.500,- (tvær stærstu sveitaballa hljómsveitir undanfarinna ára) Húsið, barinn og miðasala opnar klukkan 23:00.


Fjölskylduhátíðin Flúðir um Versló er haldin af Sonus Viðburðum í samstarfi við Hrunamannahrepp og Tjaldsvæðið á Flúðum auk fjölda annara aðila sem koma að skipulaggningu og undirbúningi. 

Skipuleggjendur hafa verið í góðu samstarfi við lögregluna og er það sannarlega gleðilegt að Lögreglan verður með hund á svæðinu alla helgina við fíkniefnaeftirlit.

ÞAÐ VERÐUR TEKIÐ HART Á OFBELDIS OG FÍKNIEFAMÁLUM SEM KUNNA AÐ KOMA UPP. GÆSLA OG LÖGGÆSLA VERÐUR ÖFLUG.

Við vonum að sem flestir skemmti sér vel á Flúðum um Versló. Komum heil heim.

Gerum orð Eistnaflugs að okkar: BANNAÐ AÐ VERA FÁVITI !