Allt það sem
er að gerast um
verslunarmannahelgina
4 ágúst - 7 ágúst 2017.

Dagskrá

Dagskráin á Flúðum um verslunarmannahelgina 2016.

Fimmtudagur 28. júlí
21:00 - Stórtónleikar með Jónas Sig - Ritvélar Framtíðarinnar & The Dirty Deal Bluesband í félagsheimilinu á Flúðum
3.000,- aðgangseyrir - Happy Hour á barnum milli 21:00 og 22:00

Föstudagur 29. Júlí
18:00 - Pub-Quiz í félagsheimilinu. Glæsilegir fljótandi vinningar frá Vífilfell, flott að hita upp fyrir grillveisluna um kvöldið.

23:00 - Stórdansleikur með hljómsveitinni Á móti sól í félagsheimilinu á Flúðum. Á Móti Sól hefur til fjölda ára verið ein ástsælasta ballasveit landsins og reyndar einnig í Skandinavíu. Og ekki má gleyma frammistöðu forsöngvarans í Ameríku. Þetta verður mjög international dansleikur.
3.000,- aðgangseyrir - 18 ára aldurstakmark, miðað við árið.

Laugardagur 30. Júlí
14:00 - Fjölskyldu- og barnaskemmtun í eða við félagsheimilið á Flúðum (fer eftir veðri) // ALDA Dís - Íþróttaálfurinn - Kynningar - Sprell leiktæki - Íþróttanammi - Loftbolti - Salgæti & skrautdót - Söngur, gleði & gaman. o.fl. o.fl.

16:00 - TraktoraTryllingur - TraktoraTryllingurinn hefur verið fastur punktur í hátíðarhöldum Íslendinga um Verslunarmannahelgi. Þú mátt búast við ótrúlegri sýningu í ár.

20:00 - Kvöldstund með Erni Árnasyni - Söngvar & Sannar lygasögur. Undirleikari: Jónas Þórir. Örn Árnason á 30 ára skemmtikraftaafmæli um þessar mundir, núna kemur hann fram aðeins með undirleikara og segir sögurnar sem okkur langar öllum að heyra og syngur lögin sem við kunnum öll. Í fyrra þegar Laddi kom fram var löngu uppselt, mælum með að enginn missi af þessu kvöldi. Forsala á þennan viðburð verður auglýst síðar.

23:00 - Hátíðardansleikur í félagsheimilinu á Flúðum þar sem hljómsveitin Sálin Hans Jóns Míns mun leika sín allra bestu lög. 3.500,- aðgangseyrir - aldurstakmark 18 ár, miðað við árið. Forsala á þennan viðburð verður auglýst síðar. 

Sunnudagur 31. júlí
13:00 - Leikhópurinn Lotta kemur sér vel fyrir í Lystigarðinum og skemmtir börnum á öllum aldri. Sýningin Litaland hefur fengið frábær viðbrögð og dóma. Nánar á www.leikhopurinnlotta.is

16:00 - Hin landsþekkta Furðubátakeppni fer fram við brúna yfir litlu - Laxá á Flúðum. Keppt verður í tveimur flokkum 16&eldri og 15&yngri. Glæsilegir vinningar í boði og allir hvattir til að taka þátt. Skráning er hafin á póstfanginu fludir@sonus.is

21:00 - Brenna & brekkusöngur fyrir neðan LímTré. Kalli Hallgríms leikur undir á gítarinn og leiðir sönginn. Algerlega ómissandi partur af hátíðinni.

23:00 - Dansleikur í félagsheimilinu á Flúðum - Hreimur HERRA VERSLUNARMANNAHELGI & Hljómsveitin Made-In Sveitin eru hreinlega bestir á balli og fara langt upp fyrir standardinn sem settur hefur verið á hátíðinni hingað til. Þeir slá lokatóna hátíðarinnar. 3.000,- aðgangseyrir - aldurstakmark 18 ár, miðað við árið. 


Við minnum á SnapChat aðgang hátíðarinnar ,,fludirumverslo" þar verða viðburðir auglýstir nánar, hagnýtar upplýsingar, tilboð, staðsetningar, leiðir og fleira og fleira. Þar geta gestir hátíðarinnar einnig sent inn fyrirspurnir.